24.5.2012 | 16:18
Leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla
Alþingi hefur samþykkt að boða til leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér gegn þessari ákvörðun og bent á ýmsa galla á þessu máli.
Til dæmis hefur verið sýnt fram á að margar þeirra spurninga sem stendur til að leggja fyrir þjóðina eru óskýra. Jafnframt er verið að telja þjóðinni trú um að hún sé í raun að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá, þegar hið rétta er að einungis verður spurt hvort leggja eigi vinnu Stjórnlagaráðs til grundvallar breytingum á stjórnarskránni og Alþingi verður því með engum hætti bundið þeirri niðurstöðu sem fæst úr atkvæðagreiðslunni.
Í þessu videobloggi ræði ég nokkur atriði sem mér finnst skipta máli í þessari mikilvægu umræðu um grundvallarlög okkar samfélags.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnlagaþing, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Um bloggið
Illugi Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju er ekki spurt um ákvæði fullveldisframsals? Ég hefði haldið að allt annað væri hjóm í samanburði. Menn réttlæta þetta ákvæði með að það hafi hina og þessa fyrirvara, en skýra ekki af hvrju í ósköpunum þetta er sett þarna inn yfileytt.
Þetta ákvæði er lykilástæðan fyrir stjórnlagasirkusnum öllum og er sérstaklega tekið fram á pöntunarlista ESB í lögum um stjórnlagaþing. (7. liður) Þetta stendur nefnilega í vegi fyrir innlimun.
Hvers vegna var þess ekki krafist að spuning um þetta ákvæði væri inni?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 16:56
Hvers vegna þessi áhersla á að bylta stjórnarskránni nú? Varð hrunið hér vegna gallaðrar stjórnarskrár? Ég veit ekki betur en að þau atriði sem gagnrýnd hafa verið í gegnum tíðina um skiptingu valds hafi einmitt verið misnotuð til hins ítrasta af núverandi stjórn til að böðla í gegn þeim atriðum sem banna slíka misbeitingu valds. Hversu geggjað er það?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 17:00
Í mínum huga snýst ákvæðið um "þjóðareign" náttúruauðlinda um að staðfesta ráðstöfunarvald framkvæmdavaldsins yfir þessum auðlindum. Þjóð er ekki skilgreint hugtak, né hefur það kennitölu, en ríkið hefur þessa eiginleika sem þarf til að hafa ráðstöfunarvald og eignarétt. Þessi ráðstöfun er því algerlega þvert á þá hagsmuni sem verið er að auglýsa. Óskrifuð lög um eign þjóðar eru miklu áhrifaríkari staðfesting á ráðstöfunnarrétti þjóðarinnar þar sem það yrði að bera alla slíkar ráðstafanir undir hana og lög um eignarétt.
Hver er ástæðan fyrir þessum spuna? Jú, þetta tengist beint væntanlegum heimildum ríkisvaldsins til framsals fullveldis, sem öllum árum er róið að ná fram. Það er ekki nægilegt að hafa rétt til framsals í grunnlögum, heldur þurfa þau líka að hafa í hendi það sem stendur til að framselja að hluta eða öllu leyti. Allt ber þetta að sama brunni og tengist umsókn okkar að ESB, þar sem slíkt framsal er nauðsynlegt til samruna við sambandið. Ef menn sjá þetta ekki, þá eru þeir blindir.
Það er erfitt að nota orðið samsæri í þessu samhengi, því einhvernvegin er búið að brennimerkja það sem einhverskonar vænisjúkar getgátur. En samsæri og samráð eru dagljós í stjórnsýslu okkar og samfélagi öllu og engin leið að afneita því. Opinber markmið í þessu máli eru yfirskyn huldra markmiða eins og margoft hefur komið í ljós. Ríkistjórn Íslands er brotleg við stjórnarskrá og raunar tukthústæk í þessu samhengi.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.