Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla

Alþingi hefur samþykkt að boða til leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa beitt sér gegn þessari ákvörðun og bent á ýmsa galla á þessu máli.

Til dæmis hefur verið sýnt fram á að margar þeirra spurninga sem stendur til að leggja fyrir þjóðina eru óskýra. Jafnframt er verið að telja þjóðinni trú um að hún sé í raun að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá, þegar hið rétta er að einungis verður spurt hvort leggja eigi vinnu Stjórnlagaráðs til grundvallar breytingum á stjórnarskránni og Alþingi verður því með engum hætti bundið þeirri niðurstöðu sem fæst úr atkvæðagreiðslunni.

Í þessu videobloggi ræði ég nokkur atriði sem mér finnst skipta máli í þessari mikilvægu umræðu um grundvallarlög okkar samfélags.

 

 


Rammaáætlun

Hér er video þar sem ég ræði breytingarnar sem ríkisstjórnin hefur gert á rammaáætlun. Þessi áætlun átti að verða sáttmáli um nýtingu orkuauðlinda landsins og átti að gilda óháð því hvaða ríkisstjórn væri við völd. Því miður stefnir í að sú hugmynd verði ekki að veruleika vegna augljósra pólitískra hrossakaupa.

 

 


Hvaðan kemur verðbólgan?

Hér er stutt videoblogg þar sem ég ræði um verðbólgu, hvað það er sem drífur hana áfram og hvers vegna það er óráðlegt að Seðlabankinn ráðist í stórfelldar vaxtahækkanir. Ég vek athygli á því að hækkanir á opinberum gjöldum hafa verið allt of miklar og nauðsynlegt að sína meira aðhald í rekstri hins opinbera, fremur en að auka tekjurnar með gjaldhækknum.

 


Um bloggið

Illugi Gunnarsson

Höfundur

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband